Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í gær í vísindaritinu PNAS. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, telja sig geta sannað að bráðnun Grænlandsjökuls hafi ein og sér valdið því að yfirborð heimshafanna hafa stigið um 13,7 millimetra frá 1972, þar af átti helmingur þessarar hækkunar sér stað á síðustu átta árum.
Eric Rignot, franskur jöklafræðingur, sem vann að rannsókninni segir að þegar horft sé á þróunina yfir marga áratugi sé best að setjast aðeins niður áður en niðurstöðurnar eru skoðaðar.
„Það er hræðilegt hversu hratt þetta breytist.“
Segir hann.
Mælingar vísindamannanna sýna að 47 gígatonn, það eru 47 milljarðar tonna, af ís bráðnuðu að meðaltali á ári á áttunda áratugnum.
Á níunda áratugnum tvöfaldaðist bráðnunin og í lok tíunda áratugarins og upphafi þessarar aldar jókst hraði hennar enn meira.
Önnur nýlega rannsókn sýndi að þróunin hefur verið eins á Suðurskautslandinu.