fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Selja Danir mannréttindi og frelsi fyrir tvær pöndur?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn lenda pöndurnar Xing Er og Mas Sun í Kaupmannahöfn. Þetta eru risapöndur sem munu eiga heima í dýragarðinum í Kaupmannahöfn næstu 15 árin og munu væntanlega gleðja unga sem aldna. En það eru ekki allir sem taka pöndunum fagnandi og telja að með því að veita þeim viðtöku séu Danir í raun að selja mannréttindi og frelsi.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, er ánægður með að pöndurnar séu á leiðinni og segir þetta afrakstur tíu ára vinnu danskra stjórnvalda. En Einingalistinn, sem er vinstrisinnaður flokkur, og Danski þjóðarflokkurinn, sem er þjóðernissinnaður mið/hægri flokkur, eru allt annað en sáttir við komu þessara fallegu dýra. Flokkarnir telja að með því að veita pöndunum viðtöku hafi Danir selt sig því nú geti þeir ekki gagnrýnt mannréttindi, eða öllu heldur skort á þeim, og frelsi, skort á því, í Kína.

Pöndurnar eru ekki gjöf til Dana heldur lána Kínverjar Dönum þær í 15 ár gegn árlegri greiðslu upp á 6,5 milljónir danskra króna. Það þykir mikill heiður að fá pöndur „að láni“ frá Kína því það er ekki öllum sem stendur það til boða. Það eru aðeins lönd sem eiga í góðum samskiptum við Kína sem eiga möguleika á slíku og aðeins ef kínversk stjórnvöld telja ástæðu til að verðlauna þau á einhvern hátt. Þetta hefur verið nefnt pöndu-diplómatíkin. Þekktasta dæmið um þetta er frá 1972 en þá gaf Mao Zedong, þáverandi leiðtogi Kína, Richard Nixon, Bandaríkjaforseta, tvær pöndur eftir opinbera heimsókn hans til Kína. Þetta batt enda á 25 ára tímabil þar sem ríkin höfðu ekki stjórnmálasamband sín á milli. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin höfðu viðurkennt Taívan sem ríki en þangað flúðu kínverskir þjóðernissinar undan kommúnistum 1949.

Eva Flyvholm, talskona Einingarlistans, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að það sé alltof mikið í húfi til að það sé réttlætanlegt að taka við pöndunum. Danir fái þær því þeir hafi hætt að gagnrýna framferði Kínverja í Tíbet og að þeir hafi dregið úr gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Kína. Hún sagði óttast að þetta verði til þess að í framtíðinni verði ekki hægt að bjóða Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, til Danmerkur né gagnrýna stöðu mannréttindamála í Kína eða ræða sjálfstæði Tíbet.

Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, er sama sinnis og segir að hið pólitíska gjald sem Danir greiða fyrir pöndurnar sé minnisblað frá 2009 þar sem Danir gerðu ljóst að þeir séu á móti sjálfstæði Tíbet. Þetta var gert að kröfu Kínverja eftir að Dalai Lama hafði komið í heimsókn til Danmerkur og meðal annars fundað með Lars Løkke Rasmussen.

„Það sem skiptir máli hér að við erum þvinguð til að gera eins og Kínverjar vilja og við fáum verðlaun ef við gerum það og það er það sem gerist þegar þessar tvær pöndur koma.“

Sagði Espersen.

Michael Aastrup Jensen, talsmaður ríkisstjórnarflokksins Venstre, er ekki sama sinnis og segir að það sé gott fyrir ferðamannaiðnaðinn að pöndurnar komi til Danmerkur en þær séu einnig skilaboð frá Kínverjum um að viðskiptasamband landanna sé gott. Hann sagðist ekki telja að pöndurnar verði til þess að Danir hætti að gagnrýna Kína.

„Ég skil vel þessar áhyggjur en ég get fullvissað fólk um að þetta fær okkur ekki til að sitja róleg hjá og sleppa því að segja okkar skoðun ef eitthvað gerist í Kína sem við þurfum að segja okkar skoðun á. Dönsk utanríkisstefna er ekki til sölu fyrir tvær pöndur, þannig er þetta ekki og þannig á það auðvitað ekki að vera.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt