fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hörð ummæli dómsmálaráðherra í kjölfar mótmæla – „Ég skil ekki að fólk sé með svo lítið á milli eyrnanna að það sjái þetta ekki“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 06:50

Rasmus Paludan, sem er danskur öfgahægrimaður, hefur verið iðinn við að brenna Kóraninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk er jafn klikkað beggja megin í þessu.“ Sagði Søren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra Danmerkur, í gær þegar fjölmiðlar spurðu hann út í óeirðirnar á Norðurbrú og við Kristjaníu í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Óeirðirnar brutust út eftir að öfgahægriflokkurinn Stram Kurs, með Rasmus Paludan í fararbroddi, stóð fyrir mótmælum á Blågårds Plads á Norðurbrú síðdegis á sunnudaginn.

Stram Kurs, sem Paludan er táknmynd fyrir, er á móti innflytjendum og vill banna Íslam og stöðva meinta íslamsvæðingu í Danmörku. Paludan virðist á stundum vera eini félaginn í flokknum en oft er hann einn að mótmæla en hann er iðinn við það. Hann nýtur mikillar lögregluverndar þegar hann mótmælir þar sem margir hafa horn í síðu hans og vilja gjarnan ná til hans. Á fyrstu þremur mánuðum ársins nam kostnaður ríkisins vegna gæslu lögreglunnar á mótmælum Stram kurs sem svarar til rúmlega 100 milljóna íslenskra króna.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað á Blågårds Plads á sunnudaginn enda er stór hluti íbúa á Norðurbrú innflytjendur og þar búa fjölmargir múslimar. Mótmæli Paludan stóðu stutt yfir því andstæðingar hans réðust að honum og forðaði lögreglan honum á brott. Í kjölfarið brutust miklar óeirðir út með tilheyrandi átökum og skemmdarverkum. Lögreglan beitti táragasi og kylfum og um tíma voru lögreglumenn með skotvopn á lofti þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt. 23 voru handteknir í tengslum við óeirðirnar og nokkrir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær.

Þung orð dómsmálaráðherrans

Danskir stjórnmálamenn eru flestir ósáttir við Paludan og telja hann ganga of langt. En samkvæmt dönsku stjórnarskránni hefur hann fullan rétt til að mótmæla ef hann boðar til mótmælanna með löglegum hætti og það gerir hann. Forystumenn flestra flokka hafa látið þung orð falla í garð Paludan og andstæðinga hans síðan á sunnudaginn. Dómsmálaráðherrann, Søren Pape Poulsen, er þar enginn undantekning og var honum nokkuð heitt í hamsi í gær þegar sjónvarpsstöðvar ræddu við hann.

Søren Pape Poulsen. Mynd/Twitter

„Hann elur á sundrungu í samfélaginu og það er það eina sem hann vill. Fólkið sem efnir til óeirða á götum úti er eins og nytsamir fávitar fyrir hann. Ég skil ekki að fólk sé með svo lítið á milli eyrnanna að það sjá þetta ekki.“

Sagði ráðherrann og bætti við:

„Þess utan er fólk kolruglað þegar það grýtir lögregluna með grjóti og öðru. Það er ekki eðlilegt.“

Hann hvetur fólk til að halda sig frá mótmælum Paludan og flokks hans í framtíðinni.

„Ég vil biðla til þess hluta þjóðarinnar sem getur hugsað tvær samhangandi hugsanir og segi: Haldið ykkur frá mótmælum hans. Látið vera að veita honum athygli. Látið hann standa þarna á sinn undarlega og aumkunarverða hátt.“

Paludan hefur efnt til 17 mótmæla það sem af er ári og stóð fyrir 53 mótmælum á síðasta ári. Hann hefur ítrekað kveikt í kóraninum á þessum mótmælafundum og/eða smurt hann inn í lifrarkæfu.

Rasmus Paludan í viðtali á YouTuberás Stram Kurs.

Eins og fyrr sagði er kostnaðurinn vegna mótmæla hans mikill. Dómsmálaráðherrann segir að það sér ergilegt en það kosti peninga að viðhalda lýðræði og tjáningarfrelsi. En hann er með einfalda lausn á málinu:

„Við þurfum ekki að eyða miklum kröftum í hann ef fólk heldur sig bara fjarri honum. Ef fólk héldi sig bara fjarri og hugsaði: Látum nú þennan vesaling standa þarna einan og reyna að fá athygli eins og lítið barn sem stendur og öskrar.“

Hver er Rasmus Paludan?

Rasmus Paludan er menntaður lögfræðingur. Hann stofnaði Stram Kurs 2017. Aðalboðleiðirnar við útbreiðslu stefnu flokksins eru í gegnum YouTube og með mótmælum eins og fjallað er um hér að ofan.

Paludan var fyrr í mánuðinum dæmdur í 14 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir rasisma. Það var Bwalya Sørensen, stofnandi dönsku samtakanna Black Live Matters sem kærði hann. Það gerði hún í kjölfar þess að Paludan tók upp myndband við heimili hennar í Albertslund og birti síðan á YouTube. Paludan segir að myndbandið innihaldi pólitíska greiningu á stöðu mála í Suður-Afríku en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að í því sé farið niðrandi orðum um ákveðinn þjóðfélagshóp og áróður sé hafður í frammi gegn þessum hópi.

Rasmus Paludan í mótmælagöngu á vegum Stram Kurs.

Paludan tók myndbandið úr birtingu eftir að hann var kærður. Danska ríkisútvarpið segir að í því hafi hann meðal annars sagt að Bwalya Sørensen kenni hvítu fólki um að svörtu fólki gangi illa í Suður-Afríku af því að hún „eins og flestir negrar í Suður-Afríku er ekki nægilega vel gefin til að geta séð hvernig hlutirnir eru í raun og veru“.

Hann ræddi síðan um African National Congress stjórnmálaflokkinn og sagði að fólk úr þjóðfélagshópum með lága greindarvísitölu geti ekki stýrt heilli þjóð „því það hefur ekki getu til þess“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð