Margir virðast nánast heillaðir af málinu og þeirri miklu dulúð sem umlykur það. Meðal þeirra er Jeff Wise sem hefur skrifað bókina „The Plane That Wasn‘t There“ (Flugvélin sem var ekki þar). Hann segir að flugvélinni hafi verið lent, henni hafi verið snúið við eða hafi flogið í hringi á ákveðnum tímapunkti. Hann hallast einna helst að því að henni hafi verið lent.
Tíminn sem hann er að tala um er 1 klukkustund og 13 mínútur. Á þessum tíma var slökkt á gervihnattasambandi flugvélarinnar. Í samtali við Daily Express sagði hann að stóra spurningin sé hvað gerðist á þessum 73 mínútum á meðan slökkt var á gervihnattasambandinu.
Hann telur ekki útilokað að vélinni hafi verið lent og síðan hafi henni verið flogið af stað á nýjan leik.
„Þegar maður skoðað gervihnattamyndir af fluginu sést að slökkt var á gervihnattakerfinu og síðan kveikt aftur á því.“
Segir hann.