fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Veðrið á Spáni hefur tekið miklum breytingum – Ógnar heilsu fólks

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 05:59

Frá Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanaríeyjar eru vinsæll áfangastaður margra ferðamanna enda yfirleitt hægt að ganga að sól og hita sem vísum hlut þar. Ekki skemmir síðan fyrir að fögur náttúra er á eyjunum og margt hægt að gera þar sér til tilbreytingar og upplyftingar. En á undanförnum áratugum hefur veðrið á eyjunum breyst töluvert, það verður sífellt hlýrra þar.

Í síðustu viku kynnt spænska veðurstofan veðurgögn frá 58 veðurstöðvum á árunum 1981 til 2018. Fram kemur að á þessum tíma hafa sumrin á Spáni lengst með hverjum áratugnum. Að meðaltali hafa sumrin á meginlandinu lengst um níu daga á hverjum áratug síðan í upphafi níunda áratugarins. Opinberlega er sumarið á Spáni frá 21. júní til 21. september.

El Mundo hefur eftir talsmanni spænsku veðurstofunnar að sumrin séu nú að meðaltali fimm vikum lengri en þau voru í upphafi níunda áratugarins.

Mesta breytingin á þessum tíma hefur orðið á veðurstöðinni á Gandoflugvellinum á Gran Canaria. Þar hafa sumrin að meðaltali lengst um 16 daga á hverjum áratug síðan 1981. Sumrin hafa því lengst um tvo mánuði síðan 1981.

Í Santa Cruz á Tenerife hafa sumrin lengst um 12 daga að meðaltali á hverjum áratug frá 1981 eða um einn og hálfan mánuð.

Frá og með 2010 til og með 2017 var meðalhitinn yfir meðallagi á Gran Canaria eða 2,1 gráðu. Síðasta ár var hins vegar kaldara en venja er til en hitinn var undir meðallagi í sjö mánuði.

Hitinn í febrúar og mars á þessu ári er hins vegar yfir meðallagi en janúar var örlítið undir meðallagi.

Sumrin og vorin eru þeir árstímar sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinganna á Spáni og frá 2011 hefur öfgakennt veðurfar færst í aukana á Spáni. Fimm „mjög heit“ ár mældust á 37 af 58 veðurstövðum frá 2011 til 2018. Þá vara hitabylgjur orðið lengur en þær gerðu og hitabeltisnóttum hefur fjölgað. Allt hefur þetta áhrif á heilsu almennings.

Flest bendir til að hitabylgjum muni fjölga og þær verða lengri en áður og kuldaköstum fækka. Sérfræðingar óttast að þetta geti leitt til þess að hitabeltissjúkdómar verði algengari á Spáni. Hækkandi hiti getur leitt til þess að mý, sem ber með sér hættulega smitsjúkdóma, geti hreiðrað um sig og þannig ógnað heilsu fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár