fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sprengjutilræði í íbúðahverfi í Motala í Svíþjóð – Tvennt á sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi varð öflug sprenging við íbúðarhús í Motala í Svíþjóð. Tvennt, íbúar í húsinu, voru flutt á sjúkrahús. Þrýstibylgjan frá sprengingunni var svo öflug að hún henti konu um koll sem var í 100 metra fjarlægð frá húsinu.

Sprengingin varð á sólpalli við húsið en hann er gjörónýtur. Einnig urðu skemmdir á húsinu og nærliggjandi húsum. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Aftonbladet að karl og kona, íbúar í húsinu, hafi verið flutt á sjúkrahús en þau hafi sloppið ótrúlega vel, aðeins skorist lítillega. Mun verr hefði getað farið því þau sváfu á neðri hæðinni.

Nágrannar segja að púðurlykt hafi verið á vettvangi eftir sprenginguna.

Sprengjusérfræðingar voru sendir til Motala í gærkvöldi frá Stokkhólmi en ekki er talið útilokað að ósprungin sprengja sé við húsið.

Talsmaður lögreglunnar vildi ekki segja hvort íbúum hússins hafi verið hótað eða eigi í útistöðum við einhvern. Hann sagði að vitni hafi gefið ákveðnar upplýsingar en ekki verði skýrt frá þeim að svo komnu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim