fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Afrískt farandfólk vill helst vera í Afríku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að meirihluti farandsfólks, það eru flóttamenn og innflytjendur, í Afríku vilji heldur fara til annarra Afríkuríkja en Evrópu.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu og byggir á nýrri könnun sem var gerð meðal 46.000 manns í 34 Afríkuríkjum. Það var hin óháða rannsóknarstofnun Afrobarometer sem gerði könnunina. Að meðaltali sögðust 36 prósent aðspurðra helst vilja flytja til annars Afríkuríkis. 27 prósent sögðu að Evrópa væri efst á blaði hjá þeim.

Könnunin var gerð frá 2016 til 2018 en niðurstöður hennar voru birtar nýlega. Þær sýna að mikill munur er á svörum fólks eftir búsetu þess.

58 prósent þeirra, sem búa sunnan Sahara, sögðust helst vilja flytja til annars Afríkuríkis en hjá þeim sem búa norðan Sahara var hlutfallið 8 prósent.

En þótt fólk hafi hugleitt þetta þá er langur vegur frá hugsunum til framkvæmda. Af þeim sem sögðust hafa íhugað að flytja sig um set sagði tíundi hver að hann væri að undirbúa sig undir það. Þetta svarar til þriggja prósenta af íbúafjölda Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð