fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Drekktu minna áfengi – Áfengið veldur meiri skaða eftir því sem aldurinn færist yfir fólk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt fyrir eldra fólk að vera meðvitað um áfengisneyslu sína. Eftir því sem aldurinn færist yfir glímir fólk oftar við timburmenn og hættan á að líkaminn verði fyrir tjóni og sjúkdómum eykst.

Þetta er ekki bara eitthvað sem fólk segir heldur kemur þetta fram í nýrri sænskri skýrslu. Fram kemur að með aldrinum minnki vöðvahlutfallið í líkamanum sem og magn vatns. Þetta veldur því að magn áfengis í blóðinu verður meira og varir lengur en á yngri árum.

Sven Andresson, prófessor við Karólínsku stofnunina, segir að þetta geti skýrt af hverju hættan á sjúkdómum og slysum aukist við áfengisneyslu og það þótt neyslan sé mjög lítil. Í skýrslunni kemur fram að eldra fólk sé viðkvæmara fyrir áhrifum áfengis, bæði til lengri og skemmri tíma.

Það voru IOGT-NTO, Samtök sænskra lækna, Samtök sænskra hjúkrunarfræðinga og Gautaborgarháskóli sem komu að gerð skýrslunnar.

Í umfjöllun um málið hefur Jótlandspósturinn eftir Jens Meldgaard Bruun, prófessor og yfirlækni við háskólasjúkrahúsið í Árósum að eftir því sem fólk eldist sé minna kalk í beinum þess og sumir glími við beinþynningu. Þetta í bland við áfengisneyslu auki líkurnar á að detta og verða fyrir meiðslum. Hann sagði að það væri því miður ekki til neinn kraftaverkakúr við timburmönnum og einfaldasta lausnin væri einfaldlega að drekka minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn