fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ótti í kjölfar dauða sprengjuglaða garðyrkjumannsins – Virðist hafa viljað hefna sín á ýmsum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 05:57

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan leitar nú logandi ljósi að öllum þeim sem þekktu og umgengust Bernhard Graumann, 59 ára garðyrkjumann, sem fannst látinn á föstudaginn. Lögreglan telur að Graumann hafi staðið að baki sprengjutilræði sem varð 64 ára lækni að bana þennan sama dag. Hún óttast að Graumann hafi komið fleiri sprengjum fyrir.

Af þeim sökum hefur lögreglan hvatt þá sem telja að Graumann hafi verið í nöp við þá til að hafa strax samband við lögregluna.

BBC skýrir frá þessu.

Graumann bjó í bænum Mehlingen í vesturhluta landsins. Hann lést heima hjá sér en dánarorsök er óljós og bíður lögreglan niðurstöðu krufningar. Þennan sama dag lést fyrrgreindur læknir í sprengingu í bænum Enkenbach-Alsenborn sem er ekki langt frá Mehlingen.

Lögreglan segir að læknirinn hafi látist eftir að sprengja sprakk við aðaldyr læknastofu hans. Um gildru var að ræða þar sem pakka hafði verið komið fyrir við dyrnar. Þegar læknirinn tók hann upp sprakk sprengjan.

Á sunnudaginn varð önnur sprenging í bænum Otterberg, sem er einnig skammt frá Mehlingen, og særðust mæðgur. Sprengju hafði verið komið fyrir inni í viðardrumbi sem mæðgurnar settu í arinn á heimili sínu. Lögreglan telur að Graumann hafi komið sprengjunni fyrir. Mæðgurnar slösuðust en eru ekki í lífshættu.

Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Graumann hafði tengsl við fórnarlömbin og segir í yfirlýsingu lögreglunnar að þau „tengsl hafi ekki verið á góðum nótum“.

Á heimili Graumann fannst byssupúður og „aðrir hlutir“ sem falla undir lög og reglur um sprengiefni. Lögreglan útilokar því ekki að Graumann hafi verið búinn að útbúa fleiri sprengigildrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið