Sohae hefur verið notuð til að skjóta gervihnöttum á loft og til tilrauna með vélar og mótora fyrir eldflaugar en aldrei til að skjóta eldflaugum, sem geta borið kjarnaodda, á loft.
Á síðasta ári hófust norðanmenn handa við að eyðileggja stöðina en verkið stöðvaðist þegar viðræður við Bandaríkin skiluðu ekki árangri. Loforð Kim Jong-un um að eyðileggja stöðina var tekið sem mikilvægt skref til að byggja upp traust á milli hans og bandarískra stjórnvalda.
Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að hugsanlega verði enn hert á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreumönnum ef þeir stíga ekki skref til kjarnorkuafvopnunar.
Það er því spurning hvaða áhrif þessar nýju gervihnattamyndir hafa en þær koma frá nokkrum bandarískum hugveitum og hafa verið staðfestar af leyniþjónustu Suður-Kóreu. Myndirnar sýna að hröð uppbygging á sér nú stað.
Sohae hefur verið aðaleldflaugaskotstöð Norður-Kóreu frá 2012. BBC skýrir frá þessu.