fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Norður-Kóreumenn eru að endurreisa Sohae eldflaugastöðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 08:02

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar gervihnattamyndir sýna að Norður-Kóreumenn eru nú að endurreisa eldflaugaskotstöð sína, Sohae, sem þeir höfðu lofað að eyðileggja. Myndirnar voru teknar tveimur dögum eftir að leiðtogafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lauk án niðurstöðu um kjarnorkumál Norður-Kóreu.

Sohae hefur verið notuð til að skjóta gervihnöttum á loft og til tilrauna með vélar og mótora fyrir eldflaugar en aldrei til að skjóta eldflaugum, sem geta borið kjarnaodda, á loft.

Á síðasta ári hófust norðanmenn handa við að eyðileggja stöðina en verkið stöðvaðist þegar viðræður við Bandaríkin skiluðu ekki árangri. Loforð Kim Jong-un um að eyðileggja stöðina var tekið sem mikilvægt skref til að byggja upp traust á milli hans og bandarískra stjórnvalda.

Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að hugsanlega verði enn hert á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreumönnum ef þeir stíga ekki skref til kjarnorkuafvopnunar.

Það er því spurning hvaða áhrif þessar nýju gervihnattamyndir hafa en þær koma frá nokkrum bandarískum hugveitum og hafa verið staðfestar af leyniþjónustu Suður-Kóreu. Myndirnar sýna að hröð uppbygging á sér nú stað.

Sohae hefur verið aðaleldflaugaskotstöð Norður-Kóreu frá 2012. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga