fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Vísindamenn aflífa svefnmýtu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið ljúft og gott að sofa lengi um helgar. Þá hleður maður batteríin og er tilbúinn undir nýja viku. Eittvað á þessa leið hljóðar mýtan en vísindamenn setja nú stórt spurningamerki við hana. Því þrátt fyrir að það geti verið gott að sofa svolítið meira um helgar en á virkum dögum þá breytir það engu fyrir líkamann, batteríin hlaðast ekki.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Colorado Boulder University í Bandaríkjunum hafi rannsakað þrjá hópa fólks. Tveir hópar sváfu of lítið á virkum dögum eða fimm klukkustundir á nóttu. Annar svefnlitli hópurinn fékk að sofa lengur um helgar en hinn var látinn halda áfram að sofa of lítið. Þriðji hópurinn fékk nægan svefn eða níu klukkustundir á nóttu.

Svefnskorturinn hafði þau áhrif á báða hópana að þeir borðuðu meira á kvöldin, þyngdust og heilsufar þeirra var verra en hjá þeim sem fengu nægan svefn. Rannsóknin stóð yfir í 14 daga og á þeim tíma þyngdust þátttakendur að meðaltali um 1 kíló.

Hópurinn sem fékk aukahvíld um helgar bætti stöðu sína lítillega um helgar, borðaði til dæmis minna milli mála, en þessi bættu áhrif hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ný vika með tilheyrandi svefnskorti hófst.

Þátttakendur voru 36 talsins á aldrinum 18 til 39 ára.

Malcoom von Schantz, prófessor, segir að þrátt fyrir að það gagnist ekki að sofa lengur um helgar til að bæta upp svefnskort vikunnar þá eigi fólk að leyfa sér að sofa lengur ef það hefur tök á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim