Svikahrappar hafa reynt að fá lausnargjald greitt allt frá því að málið komst í hámæli í janúar. Þá kom fram að mannræningjarnir hefðu krafist 9 milljóna evra í lausnargjald og á að greiða það í rafmynt.
VG segir að til dæmis hafi svikahrappar sent tölvupóst, úr dulkóðuðu netfangi, til netmiðilsins Medier24 fyrir um hálfum mánuði. Í póstinu nefna þeir Hagen-fjölskylduna, lögmann hennar og Tommy Brøske sem stýrir rannsókn lögreglunnar. Því næst segja þeir að þeir muni sanna að Anne-Elisabeth sé á lífi með því að senda myndband af henni en fyrst verði að greiða þeim sem nemur um 18 milljónum íslenskra króna í rafmynt.
Pósturinn er á ensku og undirritaður með búlgörsku nafni. VG segir að sami sendandi hafi áður reynt að komast í samband við Hagen-fjölskylduna.
Lögreglan segir að fleiri svikahrappar hafi látið að sér kveða að undanförnu með álíka hætti.