fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Byssum beint að höfðum flóttamanna og bráðnu plasti hellt yfir þá – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 05:59

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamaður liggur á maganum bundinn á höndum og fótum. Gólfflísarnar eru blóðugar, andlitið er afskræmt. Fyrir aftan manninn stendur óþekktur maður og miðar svartri skammbyssu á hann.

Þetta er ekki skáldskapur heldur það sem sést á myndum, sem voru teknar í Líbíu, af meðferð sem flóttamenn sæta þar í landi. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 fjallaði um málið fyrir helgi og sýndi myndir og myndbandsupptökur frá flóttamannabúðum í Líbíu. Þar eru flóttamenn pyntaðir eftir að hælisumsóknum þeirra hefur verið hafnað í Evrópu.

Á einni upptökunni sést þegar bráðnu plasti er hellt yfir ungan mann á meðan skammbyssu er miðað á hann.

Lögmenn, sem sérhæfa sig í útlendingarétti og málefnum innflytjenda og flóttamanna, hafa viðað að sér efni um pyntingar og kúgun á flóttamönnum og innflytjendum.

„Þeir eru pyntaðir á meðan foreldrar þeirra geta heyrt þá öskra í gegnum símann. Þetta er til að fá foreldrana til að greiða háar fjárhæðir fyrir að fá börn sín aftur.“

Segir Giulia Tranchina í samtali við Channel 4.

„Ég hef hitt marga skjólstæðinga sem eru illa farnir andlega og þaktir örum. Unglingar, sem var haldið í 2-3 ár, og síðan sendir aftur þaðan sem þeir komu frá.“

Segir hún í þættinum.

Evrópusambandið er borið þungum sökum í þættinum og sagt vera samsekt um glæpi gegn innflytjendum því hertar innflytjendareglur geri að verkum að fólkið sé sent aftur til Líbíu í stað þess að það fái hæli í Evrópu. Núverandi stefna ESB gengur út á að þjálfa líbísku strandgæsluna og styðja fjárhagslega við hana en án þess að fylgst sé með hvað gerist í flóttamannabúðum í Líbíu segir í þættinum.

„Forgangsverkefni Evrópuríkja er að stöðva flóttamenn og innflytjendur í að komast yfir Miðjarðarhafið. Engin ríki leggja neitt af mörkum til að stöðva mannréttindabrot í Líbíu.“

Segir Matteo Debellis, hjá Amnesty International.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós

Fékk venjuleg sjúkdómseinkenni – Síðan kom ótrúleg staðreynd í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum