fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af ástandi heimshafanna – Staðan er grafalvarleg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Alþjóða veðurfræðistofnuninni (WMO) kemur fram að hitastig sjávar og magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi náð nýjum hæðum á síðasta ári. WMO er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

Skýrslan var kynnt í gær og sagði António Guterres, aðalritari SÞ, að hún væri „enn ein áminningin“ til ríkisstjórna ríkja heims og iðnaðarins.

„Skýrslan sýnir, það sem við höfum lengi sagt, að loftslagsbreytingarnar eru hraðari en aðgerðir okkar til að stöðva þær.“

Sagði hann.

WMO segir í skýrslunni að meðalhitinn á heimsvísu sé nú einni gráðu hærri en hann var þegar iðnbyltingin hófst um 1760. Þrátt fyrir að þetta kunni að þykja lítil aukning þá getur hún haft alvarlegar afleiðingar fyrir veður í heiminum að sögn Petteri Taalas, aðalritara WMO.

Hann sagði að við höfum upplifað mun fleiri náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga og hitaaukningar en áður og þetta hafi alvarlegar langtímaafleiðingar fyrir milljónir manna.

SÞ segja að 4,5 milljarðar manna hafi orðið fyrir beinum áhrifum að öfgaveðurfari síðan 1998. Á síðasta ári telur stofnunin að 62 milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á öfgaveðri. Á sama tíma neyddust tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna veðurfars.

Síðustu fjögur ár eru þau hlýjustu síðan mælingar hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim