fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Lögreglan staðfestir að Næturúlfar Pútíns eru komnir til Finnlands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 21:00

Aleksander Zaldostanov og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska lögreglan hefur staðfest að Næturúlfar Pútíns séu komnir til landsins og hafi hreiðrað um sig. Næturúlfar Pútíns er heiti á rússneskum vélhjólaklúbbi sem hefur sterk tengsl við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Margir óttast klúbbinn og telja meðlimi hans vera mjög svo handgengna Pútín sjálfum. Næturúlfarnir létu meðal annars til sín taka á Krímskaga 2014 í aðdraganda innlimunar Rússlands á skaganum í rússneska ríkjasambandið.

Samkvæmt frétt Iltalethi þá herma heimildir innan lögreglunnar að Næturúlfarnir hafi hreiðrað um sig í Forssa í suðurhluta landsins fyrr á árinu.

Lögreglan staðfesti þetta á Twitter og sagði að Næturúlfarnir væru talin skipulögð glæpasamtök. Næturúlfarnir eru á lista Bandaríkjanna yfir félög og einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga í rússneska ríkjasambandið.

Á Facebooksíðu Næturúlfanna voru nýlega birtar myndir af nokkrum finnskum félögum klúbbsins þar sem þeir voru staddir í Moskvu og fengu afhent leðurvesti með einkennismerkjum klúbbsins. Forseti klúbbsins, Aleksander Zaldostanov, afhenti vestin. Hann hlaut sérstaka heiðursorðu Pútíns 2013 en þeir eru góðir vinir.

Um 7.000 manns eru í Næturúlfunum í Rússlandi. Klúbburinn starfrækir einnig deildir í Búlgaríu, Bosníu, Serbíu, Úkraínu, Sviss, Austurríki, Slóvakíu og Frakklandi. Á heimasíðu klúbbsins kemur einnig fram að hann sé einnig með meðlimi í Svíþjóð og á Spáni.

Rússnesk yfirvöld segja að höfuðstöðvar klúbbsins í Evrópu séu í Slóvakíu. Forseti Slóvakíu, Andrej Kiska, sagði á síðasta ári að klúbburinn væri ekkert annað en verkfæri rússneskra stjórnvald og sagði höfuðstöðvar hans í landinu vera ógn við öryggi ríkisins.

Klúbburinn telst vera öfgahægrisinnaður þjóðernisflokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni