Dan Royals segist hafa drukkið að minnsta kosti 5 til 6 orkudrykki á dag um langa hríð. Hann hætti því hins vegar eftir að læknir hans sagði honum að hið mikla sykur- og efnainnihald drykkjanna, þar á meðal amínósýrur, B vítamín og jurtaefni væru að éta hold hans upp.
Ein dós af orkudrykk getur innihaldið allt að 58 grömm af sykri.
Í færslu í Facebookhópnum Get It Off Your Chest skrifaði Royals:
„Hverjir drekka orkudrykki? Háð(ur) þeim? Þú þarft kannski að hugsa þetta upp á nýtt. Skoðið seinni myndina … Þetta er það sem þessi s….. gerir tungunni, ímyndið ykkur hvernig líkaminn er að innan.“
Sagði hann og bætti við:
„Þar til nýlega, þegar þetta fór að gerast, drakk ég að minnsta kosti 5-6 dósir daglega og ég bursta daglega. Fór til læknis og búmm! Komst að því að efnin í þessum drykkjum valda þessu … Þetta étur bókstaflega tunguna. Farið því varlega.“
Daily Mail skýrir frá þessu. Blaðið segir að Royals, sem er Ástrali sem býr í Asíu, hafi viðurkennt að hann reyki en standi fast á því að skaðinn á tungunni sé af völdum orkudrykkjanna.