fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Drekkur þú orkudrykki? Sjáðu hvað þeir gerðu við tungu hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 06:59

Eins og sjá má er tunga Royals allt annað en fögur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drekkur þú orkudrykki? Þekkir þú fólk sem drekkur orkudrykki? Þá er full ástæða til að hafa áhyggjur. Kennari, sem drekkur sex orkudrykki á dag, birti nýlega myndir af tungu sinni til að sýna hvaða áhrif orkudrykkir hafa haft á hana.

Dan Royals segist hafa drukkið að minnsta kosti 5 til 6 orkudrykki á dag um langa hríð. Hann hætti því hins vegar eftir að læknir hans sagði honum að hið mikla sykur- og efnainnihald drykkjanna, þar á meðal amínósýrur, B vítamín og jurtaefni væru að éta hold hans upp.

Ein dós af orkudrykk getur innihaldið allt að 58 grömm af sykri.

Eins og sjá má er tunga Royals allt annað en fögur.

Í færslu í Facebookhópnum Get It Off Your Chest skrifaði Royals:

„Hverjir drekka orkudrykki? Háð(ur) þeim? Þú þarft kannski að hugsa þetta upp á nýtt. Skoðið seinni myndina … Þetta er það sem þessi s….. gerir tungunni, ímyndið ykkur hvernig líkaminn er að innan.“

Sagði hann og bætti við:

„Þar til nýlega, þegar þetta fór að gerast, drakk ég að minnsta kosti 5-6 dósir daglega og ég bursta daglega. Fór til læknis og búmm! Komst að því að efnin í þessum drykkjum valda þessu … Þetta étur bókstaflega tunguna. Farið því varlega.“

Daily Mail skýrir frá þessu. Blaðið segir að Royals, sem er Ástrali sem býr í Asíu, hafi viðurkennt að hann reyki en standi fast á því að skaðinn á tungunni sé af völdum orkudrykkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga