fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ótrúlegt þefskyn eldri konu – Getur greint Parkinsonsjúkdóminn löngu á undan læknum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 21:00

Joy Milne.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk hefur eytt stærstum hluta lífsins saman tekur það yfirleitt vel eftir breytingum hjá hvert öðru. Það á við um Joy Milne, sem nú er 68 ára. Hún og eiginmaður hennar, Les Milne, höfðu verið saman frá því á unglingsárunum og áttu þrjú börn saman. Þegar þau voru á fertugsaldri tók Joy eftir því að lyktin af Les breyttist. Út braust lyktin af Parkinsonsjúkdómnum.

Hún komst í heimsfréttirnar 2015 þegar skýrt var frá þessum hæfileika hennar að geta fundið lyktina af Parkinsonsjúkdómnum áður en læknar geta greint hann.

Í nýrri rannsókn hafa vísindamenn varpað ljósi á hvað veldur því að hún getur þetta og vonast þeir til að þetta geti orðið til að flýta greiningum á þessum skelfilega sjúkdómi.

Joy tók eftir því að lyktin af Les breyttist þegar þau voru á fertugsaldri. Hún fór að líkjast trjákenndri moskuslykt.

„Mér fannst hann fara að lykta óþægilega og þrátt fyrir að við værum, og héldum áfram að vera, hamingjusöm hjón þá var ég alltaf meðvituð um lyktina.“

Sagði hún í samtali við Daily Mail. Hún spurði Les því hversu oft hann færi í bað og burstaði tennur. Það lá beinast við að þar væri skýringanna að leita.

Sex árum síðar greindist Les með Parkinsonsjúkdóminn. Hann ræðst hægt og rólega á taugakerfið og fylgifiskar eru oft handskjálfti, skert hreyfigeta, stífleiki í vöðvum, lélegt jafnvægi og fleira.

Ótrúlegt þefskyn

Næstu tuttugu árin sá Joy maka sinn breytast úr snjöllum og sterkum manni í skuggann af sjálfum sér. Þegar hann var orðinn fimmtugur gat hann ekki lengur unnið vegna skjálfta og skorts á einbeitingu. Hann varð að notast við göngugrind og gat ekki lengur tekið þátt í félagslífi eða haldið uppi samræðum.

Þau fluttu til Skotlands 2005, þar sem þau höfðu kynnst. Þar byrjaði Joy að fara með Les á fundi hjá stuðningshópum fyrir Parkinsonsjúklinga. Þegar þau fóru heim af fyrsta fundinum sagði hún við Les:

„Fólkið með parkinsonsjúkdóminn lyktaði eins og þú.“

Les Milne lést 2015.

Á næsta fundi upplifði hún þetta aftur. Þegar hún sótti fyrirlestur hjá Tilo Kunath, sem vinnur að rannsóknum á Parksonsjúkdómnum, árið 2010 skýrði hún í fyrsta sinn frá upplifun sinni.

Það kom vísindamönnum algjörlega í opna skjöldu að tengsl gæti verið á milli ákveðinnar lyktar og Parkinsonsjúkdómsins. Þeir ræddu þetta þó sín á milli og við krabbameinslækna sem sögðu að með sumum tegundum krabbameins fylgi ákveðin lykt. Joy Milne var ekki endilega klikkuð.

Tók þátt í ýmsum tilraunum

Joy var fengin til að taka þátt í ýmsum tilraunum og rannsóknum í Edinborgarháskóla. Meðal annars var hún fengin til að lykta af 12 stuttermabolum. Sex voru frá fólki með Parkinsonsjúkdóminn og sex frá einkennalausu fólki. Hún fann alla sex bolina frá Parkinsonsjúklingunum og þann sjöunda. Hann var frá einum í samanburðarhópnum en sá hafði ekki verið greindur með Parkinsonsjúkdóminn en sú greining kom átta mánuðum síðar.

Í nýju rannsókninni, sem tók þrjú ár, hafa vísindamenn við Manchester háskóla, í samvinnu við Joy, fundið fjölda sameinda á húðinni sem tengjast lyktinni af Parkinsonsjúklingum. BBC segir að vísindamennirnir vonist til að þetta geti orðið til að flýta fyrir greiningu sjúkdómsins.

Parkinsonsjúklingar framleiða meira af nokkrum efnum sem eru í olíu sem húðkirtlar framleiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum