Það voru samtökin Animal Activist Collective sem skipulögðu aðgerðina. Daily Mail og News.com.au skýra frá þessu.
Fram kemur að veganistarnir hafi verið klæddir í hvíta heilgalla og svarta stuttermaboli með áletruninni „meat the victims“. Aðgerðin hafði verið í farvatninu um langa hríð og var að sögn vel skipulögð. Dróni var með í för og var hann á lofti allan tímann og myndaði það sem fram fór.
McNamee reyndi að stöðva för veganistana en þeir hlustuðu ekki á hann og sögðu honum að eina ástæðan fyrir að hann vildi ekki fá þá inn á landareign sína væri að hann hefði eitthvað að fela.
Veganistarnir dreifðu sér síðan um landareignina og mynduðu allt í bak og fyrir. Meðal þess sem þeir fundu voru nokkrar dauðar kýr. McNamee, sem var greinilega illa brugðið við komu veganistana, sagði að þær hefðu verið skotnar.
„Hvernig getur það sem þú hefur gert talist vera mannúðlegt?“
Sögðu veganistarnir þá við hann.
Lögreglan kom á vettvang en þá voru veganistarnir á bak og burt.
Á Facebooksíðu Animal Activist Collective birtist síðan færsla þar sem fram kom að samtökin væru að reyna að komast að sannleikanum.
„Í nútímasamfélaginu eru dýr ekki virt til jafns við fólk. Þetta er ákveðið form mismununar. Aðgerðir sem þessar hafa að markmiði að berjast gegn þessu kúgunarkerfi sem hefur gert dýr að hlutum.“