fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 06:59

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að hann var 18 ára tók klám mikið pláss í daglegu lífi Frederik, sem nú er 35 ára. Þetta hafði áhrif á þátttöku hans á vinnumarkið og eyðilagði mörg ástarsambönd.

„Ég hafði ekki orku til að stunda eitthvað líkamlegt með unnustu minni eftir að ég hafði fróað mér þrisvar á einum degi.“

Sagði hann í samtali við B.T. sem fjallaði nýlega um hann og klámnotkun hans. Frederik var heltekinn af klámi. Hann varð að sjá klám daglega. Ef hann var einn heima gat þetta endað með klámáhorfi og sjálfsfróun í sjö klukkustundir.

Í upphafi vissi unnusta hans að hann horfði öðru hvoru á klám en síðan áttaði hún sig á að þetta var miklu umfangsmeira en það og þá sleit hún sambandinu.

Hún setti honum síðan skilyrði fyrir áframhaldandi sambandi þeirra. Hann varð að hætta að horfa á klám. Hann lofað öllu fögru en eftir nokkra mánuði var allt komið í sama gamla farið og Frederik fjarlægðist unnustu sína líkamlega og andlega.

„Hugur minn var ekki í sambandinu. Hugsanir mínar voru aðeins í kláminu.“

Sagði Frederik.

„Þegar ég hafði stundað kynlíf með henni hafði ég séð klámmynd fyrir mér í höfðinu á meðan.“

Sagði hann og segist fullviss um að hún hafi vitað að hann var ekki til staðar af heilum hug.

Þetta endaði með að unnustan yfirgaf hann. Klámnotkunin hélt áfram og Frederik dró sig sífellt meira í hlé frá umheiminum, hann hætti að hitta vini síni og skelin sem hann dró sig inn í varð sífellt þykkari og harðari.

Í desember 2017 leitaði hann sér aðstoðar að eigin frumkvæði og er enn í henni. Hann segist ætla að halda henni áfram um ókominn tíma því félagsskapurinn þar sé ómetanlegur og hjálpi honum að glíma við vandann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti