fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Hver myrti litlu stúlkuna? Líkið fannst í undirgöngum nærri Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. desember 2002 fannst lítil stúlka, kornabarn, í undirgöngum í Brunna í Upplands-Bro norðan við Stokkhólm. Það var 22 stiga frost þetta kvöld. Stúlkan var vafinn í hvítt koddaver. Hún var látin þegar að var komið.

Málið vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð. Margar spurningar leituðu á fólk. Hver gat gert svona lagað? Af hverju? Hvað hafði gerst? Hvar var móðirin? En svörin létu standa á sér.

Litla stúlkubarnið og örlög þess vöktu upp miklar og sterkar tilfinningar hjá mörgum, þar á meðal hjá lögreglumönnunum sem rannsökuðu málið.

Þegar hún var jarðsett í nóvember 2003 voru margir lögreglumenn viðstaddir. Sture Olofsson, lögreglumaður, sat djúpt snortinn í kirkjunni með rauða rós og sagði við það tilefni að lögreglumennirnir væru þeir sem hefðu þekkt litlu stúlkuna lengst, hefðu umgengist mál hennar daglega. Hann og starfsfélagi hans, Hans Strindlund, hafa haldið máli litlu stúlkunnar gangandi allar götur síðan hún fannst þetta kalda desemberkvöld. Þeir gátu ekki gleymt henni eða gefið upp vonina um að morðingi hennar myndi finnast um síðir. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Dánarorsökin

Réttarmeinafræðingar komust að því að litla stúlkan fæddist lifandi en hafði verið kæfð einni til sex klukkustundum eftir fæðinguna. Síðan var líki hennar komið fyrir í undirgöngunum. Það gerðist tæpum sólarhring eftir að hún fæddist.

Þegar lík hennar fannst var stórt svæði við undirgöngin girt af og umfangsmikil lögreglurannsókn hófst. Lögreglan um allt land kom að málinu.

Nokkrum mánuðum síðar var skoskt par handtekið en það hafði verið í Svíþjóð þegar líkið fannst. Hálfu ári síðar var breskt par handtekið. Lögreglan var í bæði skiptin sannfærð um að hún hefði fundið móður stúlkunnar en dna rannsóknir sýndu að svo var ekki. Á líkinu fannst dna úr annarri manneskju.

Teikning unnin upp úr upplýsingum úr dna.

Með nýrri dna-tækni er nú hægt að búa til teikningar af fólki út frá upplýsingum um dna þeirra. Það var nýlega gert í þessu máli. Lögreglan telur að teikningin sýni móður stúlkunnar eða náinn ættingja hennar.

Gefast ekki upp

Nú eru rúmlega 16 ár síðan lík stúlkunnar fannst en lögreglan hefur ekki gefið upp von um að finna móður hennar eða þann sem varð henni að bana. Vonast er til að fyrrnefnd teikning verði til þess að málið leysist.

Þegar hún var jarðsett setti Sture Olofsson rauða rós á kistu hennar þegar hún var látin síga ofan í gröfina. Á hjartalaga legsteininum stendur: „Óþekkt stúlkubarn.“

Leiði litlu stúlkunnar.

Hún fékk ekki nafn, ekki kennitölu en hún á samt sem áður sína sögu, sinn bakgrunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“