fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Eru örlög Neverland-búgarðs Michael Jackson ráðin?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 05:59

Neverland búgarðurinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppgoðið Michael Jackson hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna heimildamyndarinnar Leaving Neverland. Í myndinni eru settar fram ásakanir um að Jackson hafi verið barnaníðingur. Þetta hefur heldur betur svert ímynd poppgoðsins og vakið heimsathygli. Nú virðist vera að draga til tíðinda varðandi búgarð Jackson, Neverland, og örlög hans.

Búgarðurinn hefur verið til sölu um hríð en það er ekki á færi hvers sem er að kaupa hann enda er hann risastór og kostar marga dollara. Nýlega var verðið lækkað um tvo þriðju í þeirri von að það myndi auðvelda söluna en það virðist ekki ætla að ganga eftir.

Líkurnar á að búgarðurinn seljist eru nú taldar svo litlar að sérfræðingar á fasteignamarkaði telja að rífa þurfi búgarðinn niður til grunna.

Segja kunnugir að áhuginn væntanlegra kaupenda á búgarðinum sé nánast enginn og því útséð með að hægt verði að selja hann.

Um er að ræða 2.700 ekru búgarð sem fæst fyrir litlar 31 milljón dollara í dag eftir verðlækkun en verðið var áður 100 milljónir.

Ásakanirnar sem Wade Robson og James Safechuch settu fram á hendur Jackson í Leaving Neverland hafa ekki aukið áhuga fólks á að eignast búgarðinn en þeir segja báðir að Jackson hafi nauðgað þeim á búgarðinum þegar þeir voru sjö til ellefu ára gamlir.

Sérfræðingar telja að líklega geti eigendur búgarðsins ekki gert neitt annað en að láta rífa hann og byggja aftur á landareigninni því hún sé í sjálfu sér eftirsótt. Með þessu geti þeir lágmarkað tap sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið