Bennu ferðast um geiminn á um 100.000 km/klst. Hann snýst um sjálfan sig og tekur einn snúningur 4,3 klukkustundir. Vísindamenn hjá NASA segja að snúningshraði Bennu aukist nú um 1 sekúndu á hverjum 100 árum. Loftsteinninn er því einni sekúndu fljótari að snúast um sjálfan sig en fyrir 100 árum.
Þetta virðist ekki ýkja merkilegt en á löngum tíma getur þetta haft miklar afleiðingar. Eftir því sem snúningshraðinn eykst gætu hlutar Bennu losnað af honum eða hann jafnvel sprungið í loft upp.
Vísindamenn telja líkurnar á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á milli 2175 og 2199 vera 1 á móti 2.700. Sem sagt ekki miklar líkur en samt sem áður eru þær fyrir hendi. Ef hann rekst á jörðina er áætlað að sprengikrafturinn væri 1.200 megatonn en það jafnast á við 80.000 kjarnorkusprengjur eins og varpað var á Hiroshima.