TV2 skýrir frá þessu. Lögreglan hefur staðfest að hafa fengið tilkynningu um andlát á sjúkrahúsinu í Molde og að lögreglumenn hafi verið sendir til að rannsaka hvort eitthvað refisvert hafi átt sér stað í tengslum við andlátið.
Eftir að lögreglumaðurinn sá hið meinta lík hreyfast hófust endurlífgunaraðgerðir. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki viljað skýra frá hversu lengi konan „var látin“ áður en endurlífgun hófst.
Heilbrigðisyfirvöld telja þetta vera alvarlegt atvik en segja að samt sem áður verði enginn heilbrigðisstarfsmaður látinn sæta ábyrgð. Þau hafa ekki viljað tjá sig neitt frekar um málið eða hvort þetta hafi haft afleiðingar á heilsufar konunnar.
TV2 segir að konan sé á lífi og hafi fengið bréf frá heilbrigðisyfirvöldum þar sem fram kemur að atvikið sé mjög alvarlegt.