fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 06:59

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildamyndinn Leaving Neverland er rætt við James Safechuck og Wade Robson en þeir segja báðir að Jackson hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru á barnsaldri. Myndin hefur vakið mikla athygli og óhætt er að segja að stór skuggi hafi fallið á ímynd poppgoðsins. Bill Whitfield, sem var lífvörður Jackson í tvö ár, er allt annað en sáttur við frásagnir Safechuck og Robson og segir þá einfaldlega ljúga.

Whitfield gaf nýverið út bók þar sem hann skýrir frá tímanum sem hann starfaði fyrir Jackson. Í henni segir hann að ásakanir á hendur Jackson um að hann hafi stundað barnaníð séu ekki réttar.

Whitfield ræddi nýlega við Jim Breslo í hlaðvarpsþættinum Hidden Truth Show. Þar sagði Whitfield að Jackson hafi í sífellu talað um myndarlegar konur. Í hlaðvarpinu skýrði Whitfield í smáatriðum frá hluta þess tíma sem hann starfaði hjá Jackson. Hann sagði þó að hann viti ekki hvað Jackson gerði þegar hann var einn með þessum konum en sagði að hann hefði aldrei „farið með þær á búgarðinn (Neverland, innskot blaðamanns) því þar hafi börn verið“.

Safechuck og Robson hafa skýrt frá því að Jackson hafi nauðgað þeim þegar þeir voru aðeins sjö ára. Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland, segir að allt bendi til að Jackson hafi „níðst á ungum drengjum“.

Whitfield er þessu ósammála og segir að einkasamtöl hans við Jackson hafi snúist „um konur“.

„Við töluðum um konur. Við töluðum um konur sem honum fundust aðlaðandi.“

„Við ræddum nógu mikið saman til að ég viti að hann hafði áhuga á konum.“

Hann segist ekki hafa verið að hnýsast í hvað gerðist bak við luktar dyr á stefnumótum Jackson með konum.

„Ég ætla ekki að skýra frá kynlífi hans, ef það var eitthvað, opinberlega. Það myndi ég aldrei gera.“

„Ég veit að hann eyddi tíma með konum en hvað hann gerði með þeim er önnur saga.“

Whitfield sagðist þess fullviss að ásakanirnar í garð Jackson séu lygi.

„Ég veit að þeir eru að ljúga. Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið