fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 06:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háværar umræður eru nú á Ítalíu vegna dóms í nauðgunarmáli frá 2015. Hæstiréttur landsins ákvað nýlega að málið skuli tekið fyrir á nýjan leik í undirrétti en niðurstaða dómara í því er vægast sagt umdeild. Tveir ungir menn voru ákærðir fyrir að hafa nauðgað 22 ára konu frá Perú. Þeir voru sakfelldir á lægsta dómstigi og dæmdir til refsingar. Niðurstöðunni var áfrýjað til millidómstigs, áfrýjunardómstóls. Þar voru mennirnir sýknaðir því fórnarlambið þótti svo karlmannlegt.

Rökin fyrir sýknunni voru ekki gerð opinber fyrr en hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Þá kom í ljós að þrjár konur skipuðu dóminn þegar áfrýjunardómstóll tók málið fyrir. Í dómsorði skrifuðu þær að fórnarlambið væri of „karlmannleg“ og ekki nægilega „þokkafull“ til að hægt væri að leggja trúnað á framburð hennar um að henni hefði verið nauðgað.

Málið hófst 2015 þegar konan, sem var þá 22 ára, fór út að skemmta sér með tveimur samlöndum sínum í Ancona. Hún endaði hins vegar á sjúkrahúsi þar sem læknarnir fundu greinileg ummerki um að henni hefði verið nauðgað. Þá fannst mikið magn af hinu deyfandi lyfi bensódíasepín en það er oft notað af nauðgurum til að deyfa fórnarlömb sín.

Næstum ári síðar voru mennirnir handteknir og síðan dæmdir fyrir nauðgun. Annar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun en hinn í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við nauðgunina. Þeir sátu þó ekki lengi bak við lás og slá. Dómnum var áfrýjað og eins og fyrr sagði sýknuðu kvendómararnir þrír mennina af öllum sakargiftum.

Í dómsniðurstöðunni kemur fram að mennirnir hafi sagt að þeir hafi ekki laðast að konunni því hún hafi verið of „karlmannleg“ og ekki nægilega „þokkafull“. Auk þess höfðu þeir vistað hana undir heitinu „Vikingo“ (Víkingurinn) í símaskrám sínum.

Í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar og birtingar dómsorðs áfrýjunardómstólsins brutust mikil mótmæli út við dómhúsið í Ancona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“