BBC segir að ætlun NASA sé að senda fólk til Mars á fjórða áratug þessarar aldar.
En það er ekki bara á Mars sem konur munu koma við sögu því Bidenstein sagði einnig að næsta manneskjan, sem stígur fæti á tunglið, verði kona.
Það er meira á döfinni hjá konum í geimnum því í lok apríl munu Anne McIain og Christina Koch verða fyrstu konurnar til að fara í geimgöngu þar sem þær hreyfa sig frjálst um geiminn.
Frá því að fyrstu konurnar voru kynntar til sögunnar sem geimfarar 1978 hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Í dag er hlutfall kvenna meðal virkra geimfara hjá NASA 34 prósent.