Hryðjuverkamaðurinn sýndi ódæðisverk sitt í beinni útsendingu á Facebook og það var sú upptaka sem pilturinn deildi en hún er 17 mínútna löng.
Pilturinn var færður fyrir dómara á föstudaginn. Hann er einnig sakaður um að hafa birt mynd af Al Noor moskunni, sem er önnur moskan sem hryðjuverkamaðurinn réðst á, með textanum „target acquired“ sem er orðalag sem er notað til að lýsa skotmarki. Allt að 14 ára fangelsi liggur við meintum brotum piltsins.
Dómarinn ákvað að pilturinn verði í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar og að hann geti ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. Þá var fjölmiðlum bannað að skýra frá nafni piltsins.