fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:30

Brenton Tarrant. Skjáskot af myndbandi hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald af dómstóli á Nýja-Sjálandi. Hann er sakaður um að hafa deilt myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch á föstudaginn þegar 50 voru myrtir í tveimur moskum.

Hryðjuverkamaðurinn sýndi ódæðisverk sitt í beinni útsendingu á Facebook og það var sú upptaka sem pilturinn deildi en hún er 17 mínútna löng.

Pilturinn var færður fyrir dómara á föstudaginn. Hann er einnig sakaður um að hafa birt mynd af Al Noor moskunni, sem er önnur moskan sem hryðjuverkamaðurinn réðst á, með textanum „target acquired“ sem er orðalag sem er notað til að lýsa skotmarki. Allt að 14 ára fangelsi liggur við meintum brotum piltsins.

Dómarinn ákvað að pilturinn verði í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar og að hann geti ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. Þá var fjölmiðlum bannað að skýra frá nafni piltsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin