Sky skýrir frá þessu og vitnar í Global Peace Index 2018 sem er úttekt gerð á vegum Institute for Economics and Peace. Á eftir Nýja-Sjálandi koma Austurríki, Portúgal og Danmörk. Sýrland vermir neðsta sætið og þarf það ekki að koma á óvart en landið hefur verið í því sæti undanfarin fimm ár.
Í sætunum fyrir ofan Sýrland eru Afganistan, Suður-Súdan, Írak og Sómalía.
Úttektin nær til 163 landa og er horft til 23 mismunandi þátta við útreikninginn. Þar á meðal eru ofbeldisbrot, aðgengi að vopnum og áhrif hryðjuverka.
Í gögnum frá the Global Terrorism Database, sem ná aftur til 1970, kemur fram að 20 hryðjuverkaárásir hafa verið framdar á Nýja-Sjálandi síðan þá. Ein sú umtalaðasta var 1985 þegar liðsmenn frönsku leyniþjónustunnar sökktur skipi frá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace þegar það lá í höfn í Auckland. Samtökin ætluðu að senda skipið til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Einn drukknaði þegar skipinu var sökkt.
David Lange, þáverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði þá að um væri að ræða „ríkisrekið hryðjuverk“.
Annað mál sem stendur út úr er frá 1984 en þá lést einn maður þegar sprengja, sem var í ferðatösku, sprakk í höfuðstöðvum stéttarfélags í Wellington. Það mál er óleyst.