Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Syed Mazharuddin, sem lifði árásina af, að hann hafi verið við bænir í Linwood moskunni ásamt 60 til 70 öðrum. Skyndilega hafi hann heyrt skothvelli.
Fólk byrjaði að öskra og hann leitaði skjóls þegar Tarrant kom inn í moskunni.
„Við innganginn sat eldra fólk og var að biðja og hann byrjaði bara að skjóta á það.“
Sagði Mazharuddin og bætti við að Tarrant hafi verið í skotheldu vesti og hafi skotið fólk af handahófi.
„Það var kona sem öskraði „hjálp, hjálp“ og hann skaut hana beint í andlitið af stuttu færi.“
„Þá sá ungur maður, sem sér um moskuna og aðstoðar við lagningar, tækifæri opnast og stökk á hann og reif byssuna af honum. Hetjan reyndi að elta hann en hann fann ekki gikkinn á byssunni . . . . hann hljóp á eftir honum en það beið fólk eftir honum í bíl fyrir utan og hann flúði.“
Mazharuddin sagði að einn vinur hans hefði dáið á staðnum og öðrum hafi blætt mikið.
Faisal Sayed, sem einnig var í moskunni, hrósaði húsverðinum unga einnig fyrir hetjulega framgöngu hans. Hann sagði að hann hefði læðst aftan að Tarrant og haldið honum föstum þar til hann missti byssuna.
„Ef það hefði ekki gerst hefðu miklu fleiri verið myrtir og ég væri ekki hér núna.“
Sagði hann í samtali við indvesku sjónvarpsstöðina NDTV.