fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Vel undirbúnar árásir á Nýja-Sjálandi – Minna á voðaverk Anders Behring Breivik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 05:17

Brenton Tarrant. Skjáskot af myndbandi hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið manntjón varð í hryðjuverkaárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi síðdegis í dag að staðartíma, nótt að íslenskum tíma. Lögreglan hefur staðfest að margir hafi látist en hefur ekki viljað skýra frá fjölda þeirra ennþá. Ástralskir fjölmiðlar segja að 27 hið minnsta séu látnir og allt að 50 séu særðir. Börn eru sögð meðal hinna látnu. Fernt hefur verið handtekið vegna málsins.

Eins og staðan er núna er vitað að árásir voru gerðar á tvær moskur í borginni. Á fréttamannafundi ríkislögreglustjóra Nýja-Sjálands í nótt kom fram að þrír karlar og ein kona hafi verið handtekin vegna málsins. Hann sagði einnig að lögreglan hefði fundið nokkrar sprengjur. Hann sagði fólki að gera ekki ráð fyrir að hættuástandið væri yfirstaðið.

Öll sjúkrahús í borginni starfa samkvæmt neyðarástandi og öllum skólum í borginni hefur verið lokað.

News.com.au segir að einn árásarmannanna hafi skilið eftir 73 síðna yfirlýsingu um fyrirætlanir sínar. Hann segist sjálfur heita Brenton Tarrant og vera frá Ástralíu. Hann sendi voðaverk sín út í beinni útsendingu á Facebook. Blaðamenn news.com.au hafa horft á myndbandið og segja að á því sjáist byssumaður í Al Noor moskunni og skjóti hann á alla sem hann sjái.

Miðillinn segir að fregnir hafi borist af allt að 27 látnum og 50 særðum. Ráðist var á moskurnar í Al Noor og Linwood Masjid moskunum.

Í einhverskonar stefnuyfirlýsingu Tarrant gerir hann grein fyrir ástæðum voðaverksins og segist bara vera „venjulegur hvítur maður“. Er óhætt að segja að þetta minni illþyrmilega á hryðjuverkaárásirnar sem Anders Behring Breivik stóð fyrir í Noregi.

Hluti stefnuyfirlýsingar Tarrant.

Í yfirlýsingu Tarrant segir að hann sé 28 ára, af verkamannafjölskyldu með litla innkomu. Hann hafi ákveðið að taka afstöðu til að tryggja framtíð „fólksins míns“. Hann segist hafa gert árásina til að „draga úr straumi innflytjenda til Evrópuríkja“.

Hann segir einnig að árásinni sé ætlað að „sýna innrásarliðinu að löndin okkar verða aldrei löndin þeirra, ættjarðir okkar eru okkar og það verður svo eins lengi og hvítir menn eru uppi. Innrásarliðið mun aldrei ná löndunum okkar og mun aldrei koma í staðinn fyrir okkar fólk.“

Hann segist hafa undirbúið árásirnar í tvö ár og hafi ákveðið að Christchurch yrði vettvangurinn fyrir þremur mánuðum.

Hann segir einnig að árásirnar séu „hefnd fyrir innrásarliðinu fyrir þá mörg hundruð þúsund sem hafa látist í Evrópu í gegnum tíðina . . . . fyrir þær þúsundir evrópskra mannslífa sem hafa glatast í hryðjuverkaárásum á Evrópuríkja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðmönnum er brugðið – Brúðurin var ekki orðin 16 ára

Norðmönnum er brugðið – Brúðurin var ekki orðin 16 ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn fyrir morð á dóttur sinni og sagðist á leið í frí til Kanaríeyja – „Ég er óheppnasti maður í heimi“

Handtekinn fyrir morð á dóttur sinni og sagðist á leið í frí til Kanaríeyja – „Ég er óheppnasti maður í heimi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þjófar notuðu sprengiefni til að stela ómetanlegum munum úr hollensku safni

Þjófar notuðu sprengiefni til að stela ómetanlegum munum úr hollensku safni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði