fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Tugir látnir í hryðjuverkunum á Nýja-Sjálandi – Fjórir meintir árásarmenn handteknir – Sprengjur hafa fundist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 04:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóirnn á Nýja-Sjálandi kom fram á fréttamannafundi fyrir nokkrum mínútum og ræddi stuttlega um hryðjuverkaárásirnar í Christchurh. Hann sagði meðal annars að fernt væri í haldi vegna árásanna á moskurnar tvær, þrír karlar og ein kona. Þá kom fram að lögreglan hefur fundið sprengjur á nokkrum stöðum. Ástralskir fjölmiðlar segja að allt að 27 séu látnir en lögreglustjórinn vildi ekki staðfesta það en sagði ljóst að manntjón væri mjög mikið.

Hann sagði fólki að gæta að sér og vera á varðbergi, ekki væri öruggt að hættuástandið væri yfirstaðið og hvatti hann fólk til að halda kyrru fyrir og læsa húsum. Hann sagði að lögregla og björgunarlið í borginni væru komin að þolmörkum og nú væri verið að flytja lögreglumenn flugleiðis til borgarinnar frá öðrum borgum í landinu.

Ljóst er að margar spurningar munu vakna í kjölfar árásanna en byssulöggjöfin er mjög ströng í landinu og því hljóta margir að velta fyrir sér hvernig árásarmennirnir komust yfir skotvopn og sprengiefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum