„Það heyrðust skothvellir. Hann (árásarmaðurinn, innsk. blaðamanns) kom inn og byrjaði að skjóta á alla. Ég sá hann raunar ekki. Ég lá bara og hugsaði: „ef ég stend upp núna verð ég skotinn“.“
Sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðvar eftir árásina.
„Maður, sem sat við hliðina á mér, sagði að ég skyldi ekki standa upp. Það næsta sem ég sá var að árásarmaðurinn skaut hann. Maður sem ég þekki og hann var skotinn í miðja bringuna. Blóðið sprautaðist á mig og ég hugsaði með mér: „guð minn góður, hvað kemur fyrir mig“, en sem betur fer er ég á lífi.“
Hann var enn í blóðugri skyrtunni þegar hann ræddi um voðaverkið. Hann sagði að líkami hans hafi verið um hálfa klukkustund að hætta að skjálfa eftir að hann kom út úr moskunni.