fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Fjöldamorðin á Nýja-Sjálandi – Þetta vitum við núna – 17 hryllilegar mínútur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 06:11

Skjáskot af útsendingu ABC frá því á föstudaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásir voru gerðar á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi síðdegis í dag að staðartíma, í nótt að íslenskum tíma, þegar síðdegisbænir stóðu yfir. Hér fyrir neðan verður farið yfir það sem liggur fyrir núna um málið.

Ríkislögreglustjórinn á Nýja-Sjálandi sagði á fréttamannafundi í nótt að fernt hafi verið handtekið vegna árásanna, þrír karlar og ein kona. Hann sagði einnig að nokkrar ósprungnar sprengjur hafi fundist í ökutækjum en þær hafi verið gerðar óvirkar. Hann brýndi einnig fyrir fólki um allt land að vera á varðbergi og sagði ekki öruggt að hættan væri liðin hjá þrátt fyrir handtökurnar og að ekki sé hægt að útiloka að samverkamenn fólksins gangi lausir.

Ráðist var á tvær moskur í borginni, Masjid Al Noor og Lindwood moskurnar, þar voru mörg hundruð manns við bænir. Lögreglan hefur staðfest að margir hafi látist en hefur ekki skýrt frá hversu margir. Ástralskir fjölmiðlar segja að 27 hið minnsta hafi látist og 50 séu særðir.

Vitni segja að skothríðin í Masjid Al Noor moskunni hafi staðið yfir í 20 mínútur og að árásarmaðurinn hafi gengið á milli herbergja og skotið fólk.

Skólum hefur verið lokað í borginni og moskum um allt land hefur verið sagt að hafa lokað. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa tekið sér stöðu víða um Christchurch og verið er að flytja fleiri lögreglumenn flugleiðis til borgarinnar.

Ástralskir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, eða einn þeirra, hafi sent beint út á Facebook þegar hann myrti fólk í Masjid Al Noor moskunni. Facebook segist hafa tekið umrætt myndband úr birtingu.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði að þetta væri „einn dekksti dagurinn í sögu Nýja-Sjálands“.

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, staðfesti fyrir stundu að ástralskur ríkisborgari hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann sagði manninn vera öfgahægrimann, þjóðernissinna og hryðjuverkamann.

17 hryllilegar mínútur

Ástralskir fjölmiðlar segja að hrylliegar myndir innan úr moskunum sýni þegar skotið var á fólk með hálfsjálfvirkum riffli. Tugir hafi verið skotnir af stuttu færi. News.com.au segir að upptakan úr moskunni sé 17 mínútur og virðist hafa verið tekin upp með GoPro sem árásarmaðurinn bar á sér.

Á upptökunni sést maðurinn á leið sinni að moskunni og þegar hann tekur skotvopn úr bíl sínum og gengur inn í moskuna. Hann gengur síðan að fólki sem stóð í anddyrinu og skaut níu skotum að því og síðan á alla þá sem hann sá. Hann gengur síðan framhjá að minnsta kosti einu líki á gólfinu og virðist hlaða skotvopnið á nýjan leik.

News.com.au segir að síðan megi sjá hvernig hann gengur skipulega til verks og drepur fólk á meðan hann fer herbergi úr herbergi í moskunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum