fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hélt að litli drengurinn hefði verið stunginn af geitungi – Var mun alvarlegra en það

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sumrin er auðvitað um að gera að njóta sólar og hita, þegar þannig viðrar. Það var einmitt það sem Elisabeth Nordgarden gerði síðasta sumar heima hjá afa sínum og ömmu en þangað hafði hún farið með tvo unga syni sína. Þeir léku sér berfættir í garðinum á meðan fullorðna fólkið spjallaði saman. Veðrið var með besta móti, gott norskt sumarveður, hlýtt og þurrt.

Skyndilega kom annar sonurinn, Kristoffer sem er þriggja ára, hlaupandi til móður sinnar og stökk í fang hennar.

„Skyndilega fór Kristoffer að gráta aðeins og settist í kjöltu mína. Við héldum að hann hefði verið stunginn af geitungi eða hefði rispað sig á grein.“

Sagði Elisabeth í samtali við Norska ríkisútvarpið. Hún hafði þá enga hugmynd um hversu alvarlegt málið var.

Eftir 15 mínútur fór fótur Kristoffers að bólgna upp og blána.

„Fjótlega kom sjúkrabíll og þyrla. Þeir staðfestu að hann hafði verið bitinn af höggormi og við vorum flutt á sjúkrahúsið í Skien.“

Twitterfærlsa NRK um málið og mynd af Kristoffer.

Kristoffer fékk móteitur við bitinu og sýndi fljótt batamerki og hlutirnir litu vel út. En síðan fór að síga á ógæfuhliðina og ástandið versnaði mikið. Í ljós kom að bitið hafði valdið blæðingu í þörmum hans og því þurfti að flytja hann á sjúkrahús í Osló. Blóðgildi hans mældist 5 en ætti að vera um 11. Þá léttist hann hratt, eða úr 20 kílóum í 15.

Það er misjafnt hvernig líkami fólks bregst við höggormsbiti en alvarleg einkenni gera oft vart við sig hjá börnum. Bit þeirra getur verið banvænt.

Eftir 10 daga dvöl á sjúkrahúsi fékk Kristoffer að fara heim. Hann slapp vel frá þessu en gekk samt sem áður í gegnum mikil veikindi. Elisabeth segist munu bera meiri virðingu fyrir höggormum í framtíðinni og muni sjá til þess að börnin séu í stígvélum þegar þau eru úti í háu grasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans