fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Ein stærsta vonarstjarna demókrata sækist eftir að verða forsetaefni flokksins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 05:59

Beto O’Rourke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beto O‘Rourke er ein stærsta vonarstjarna demókrata þessi misserin en hann þykir einstaklega vel máli farinn og heillandi persónuleiki í flesta staði. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en féll út af þingi í síðustu kosningum en þá tókst hann á við Ted Cruz, sem barðist við Donald Trump um að verða forsetaframbjóðandi repúblikana, um sæti í öldungadeildinni fyrir Texas. Aðeins munaði nokkrum prósentustigum á þeim sem er mjög athyglisvert í ljósi þess að Texas er eitt íhaldssamasta ríki Bandaríkjanna og því eitt af höfuðvígjum repúblikana.

Vangaveltur hafa lengi verið uppi um hvort O‘Rourke muni bjóða sig fram og stefna á að verða forsetaframbjóðandi demókrata. KTSM, sjónvarpsstöð í Texas, segir að O‘Rourke hafi staðfest að hann ætli að bjóða sig fram og taka þátt í forvali demókrata. Hann mun að sögn tilkynna þetta formlega síðar í dag.

Í skilaboðum til sjónvarpsstöðvarinnar sagði hann að hann væri „stoltur af heimabæ sínum“, sem er El Paso í Texas, og ætli að nota bakgrunn sinn og uppeldið sem hann hlaut í Texas í kosningabaráttunni.

Kosningabarátta O‘Rourke á síðasta ári vakti mikla athygli um öll Bandaríkin. Hann safnaði háum fjárframlögum í kosningasjóð sinn en eingöngu frá einkaaðilum. Hann nýtti sér ekki stuðning stórra fyrirtækja eða lobbíista. Hann sló þess utan öll met í fjölda sjálfboðaliða sem tóku þátt í kosningabaráttunni fyrir hans hönd.

Honum var hrósað fyrir jákvæða kosningabaráttu en hann lagði sig fram um að vera jákvæður og sleppa persónulegu skítkasti en slíkt einkennir oft kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Hann náði auk þess að heimsækja allar 254 sýslur Texas í kosningabaráttunni.

Síðan kosningarnar fóru fram í haust hefur O‘Rourke verið óspar á harða gagnrýni á Donald Trump, forseta, og fyrirætlanir hans um múrinn mikla við landamærin að Mexíkó.

O‘Rourke hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum og notar Instagram óspart til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. Hann hefur nú þegar tilkynnt að hann muni koma frá nokkrum kosningafundum í Iowa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna