fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Flugslysið í Eþíópíu hefur víðtæk áhrif þar í landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 05:59

Vél frá Ethiopian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fórst Boeing 737 MAX 8 vél frá Ethiopian Airlines skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu. Allir 157, sem voru um borð, létust. Flugfélagið er ríkisflugfélag landsins og hefur kallað sjálft sig „nýjan anda Afríku“.

Flugfélagið hefur verið vel rekið og þykir mjög öruggt. Mörgum hefur þótt það gott dæmi um ris Afríku sem heimsálfu. Flugfélagið er eina flugfélagið í álfunni sem er rekið með hagnaði og hefur verið einhverskonar táknmynd lands sem er að hrista af sér áratugalanga ímynd mikillar fátæktar og hungurs.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, sagði á sunnudaginn að slysið hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir Ethiopian Airlines. Hann hafi verið stoltur af flugfélaginu sem hafi verið gott merki um þann góða árangur sem hefur náðst í Afríku.

Með fjármögnun frá Kína hafa Eþíópíumenn fjárfest mikið í innviðum landsins og iðnaði. Hagvöxturinn þar í landi hefur verið einn sá mesti í Afríku. Neðanjarðarlestarkerfi hefur verið byggt, vatnsaflsvirkjun við Níl og ýmis verkefni hafa verið í gangi til að tryggja landinu, sem á ekki land að sjó, aðgengi að Rauða hafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti