fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Eftir kósý laugardag varð að gera bráðaaðgerð á drengnum – Foreldrarnir vara fólk við

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 20:00

Nash á sjúkrahúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Nicole og Jake Goddard, frá Colorado í Bandaríkjunum, settust í sófann á laugardagskvöldi til að horfa á Mrs. Doubtfire með börnum sínum þremur áttu þau ekki von á öðru en huggulegu kvöldi. Þau höfðu poppað og allir höfðu það huggulegt. Skyndilega byrjaði ungur sonur þeirra, Nash, að berjast við að ná andanum, það var eins og eitthvað stæði í honum.

„Hann byrjaði að kúgast og Jake var fljótur til og tók um hann. Hann varð að nota Heimlichaðferðina þegar Nash reyndi að ná andanum.“

Sagði Nicole í samtali við Fox News. Þetta bar góðan árangur og Nash gat aftur andað eðlilega og aðrir varpað öndinni léttar. Foreldrarnir töldu að maísbaun hefði staðið föst í hálsi hans en hefði losnað og dottið út en þar höfðu þau rangt fyrir sér.

„Núna, þegar ég hef haft tíma til að sitja og hugsa um þessa erfiðu lífsreynslu fjölskyldunnar vil ég deila reynslu okkar með öðrum því svo margir vita ekki hversu hættulegt poppkorn getur verið ungum börnum. Síðasta laugardag sátum við og horfðum á mynd og borðuðum poppkorn eins og við gerum oft. Ég hugsaði ekkert sérstaklega út í að ég gaf Nash poppkorn. Eitthvað festist í hálsi hans en eftir smá tíma leið honum aftur vel. Við sáum ekkert koma út og héldum að hann hefði gleypt það. Hann virtist í fínu lagi og hélt áfram að horfa á myndina. Það eina sem virtist öðruvísi var að hann hóstaði eftir þetta. Daginn eftir leið honum vel en hann var enn með undarlegan hósta sem ég hafði smá áhyggjur af. Ég taldi að hann væri með kvef eins og við hin höfðum verið með. Á mánudeginum fór Jake í burtu í þriggja daga vinnuferð og ástandið var eins og daginn áður. Um kvöldið fannst mér Nash vera heitur og hann átti erfitt með að stilla sig. Hann var með hita og ég gaf honum verkjatöflur og setti hann í rúmið. Þetta var mjög löng nótt. Það var eitthvað við andardrátt hans sem var ekki eðlilegt. Ég hringdi í barnalækni sem sagði að við skyldum fara strax með hann á slysadeild. Um leið og þangað var komið vorum við send á barnadeildina. Eftir lungnamyndatöku var læknirinn ekki sáttur og sendi Nash í frekari rannsóknir. Þá kom í ljós að poppkorn hafði farið ofan í annað lunga hans þegar hann var næstum kafnaður. Líkaminn hafði tekið eftir þessu og sýking var komin í lungað. Hann var sendur í aðgerð og voru sex poppkornsbrot fjarlægð úr lunganu. Svo mikil sýking var í lunganu að læknirinn var ekki viss um að hann hefði náð öllum poppkornunum út.“

Skrifaði Nicole á Facebook. Í færslunni bendir hún einnig á hversu lánsöm þau voru að læknar gripu fljótt inn í. Hún fékk einnig fræðslu hjá læknum um að ekki eigi að gefa börnum yngri en fimm ára poppkorn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið