BBC hefur eftir vísindamönnunum, sem gerðu rannsóknina, að þeir séu hissa á að það rigni jafnvel á jöklinum á hinum löngu heimskautavetrum.
Það er áhyggjuefni því Grænlandsjökull inniheldur svo mikið frosið vatn að ef hann bráðnar allur mun yfirborð sjávar hækka um sjö metra.
Rannsóknin var nýlega birt í vísindaritinu The Cryosphere. Fram kemur að vísindamennirnir notuðu gervihnattamyndir til að finna staði þar sem jökullinn bráðar. Þeir notuðu einnig gögn frá 20 sjálfvirkum veðurstöðvum sem skrá magn úrkomu sem fellur á jökulinn.
Fram kemur að 1979 hafi verið tveir tímapunktar þar sem rigndi að vetrarlagi. 2012 gerðist það 12 sinnum. Frá 1979 til 2012 varð bráðnun á jöklinum af völdum rigningar í um 300 skipti. Í flestum tilfellum var það að sumarlag þegar hitastig var yfir frostmarki. En eftir því sem árin liðu hefur þetta aukist á veturna þegar ætla má að heimskautamyrkrið héldi hitastiginu undir frostmarki.