fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 05:58

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um fimm ár liðin frá því að flug MH370 frá Malaysia Airlines hvarf yfir Indlandshafi þegar vélin var á leið frá Kuala Lumpur Malasíu til Peking í Kína. Um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manns. Ekki er enn vitað hver örlög vélarinnar voru. Þrátt fyrir margra ára leit hefur lítið fundist af braki úr vélinni og fólk er engu nær um hvar hún gæti hafa endað för sína.

Nýlega fóru 50 ættingjar Kínverja, sem voru um borð í vélinni, til Kuala Lumpur til að minna á að fimm ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og til að þrýsta á yfirvöld í Malasíu um að halda áfram leit að vélinni.

Áströlsk yfirvöld stýrðu leitinni árum saman og var leitað á 120.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi en án árangurs. Leit var hætt í janúar 2017. Það litla brak sem hefur fundist úr vélinni fannst á eyjunni Reunion og nokkrum öðrum eyjum við austurströnd Afríku.

Í skýrslu frá því í júlí á síðasta ári kemur fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt handvirkt af einhverjum um borð en í skýrslunni var ekki hægt að skera frekar úr um hvað gerðist eða hver var að verki. Rannsókn á bakgrunni áhafnarinnar og farþega hefur ekki leitt neitt í ljós.

„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt.“

Hefur CNN eftir Muguel Marin hjá Air Navigation Bureau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga