fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Neyddi son til að sitja í hjólastól svo hún gæti fengið opinberar bætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. mars 2019 05:59

Teresa Lynne Roth.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teresa Lynne Roth, 34 ára, frá Georgíu í Bandaríkjunum var handtekin í síðustu viku á heimil sínu í Gainesville eftir fjögurra mánaða langa rannsókn lögreglunnar. Hún er grunuð um að hafa svikið bætur út úr hinu opinbera með því að láta ungan son sinn sitja í hjólastól og láta sem hann væri fatlaður. Hún sagði hann meðal annars ófæran um að matast nema hvað hann gæti notað rör til að matast.

New York Post skýrir frá þessu. Sonur hennar er nú fimm ára. Roth er sögð hafa látið hann nota hjólastól síðustu tvö ár og að hafa logið um veikindi hans og fötlun. Á þessum tveimur árum gaf hún honum 28 ónauðsynleg lyf.

Scott Warren, lögreglumaður, sagði að Roth hafi látið son sinn þjást andlega og líkamlega með því að láta hann taka ónauðsynleg lyf og spila hættuspil með heilsu hans.

Málið fór af stað þegar sonurinn var lagður inn á barnasjúkrahús í Atlanta. Læknar hófu meðferð við margvíslegum sjúkdómum sem áttu að hrjá hann en í ljós kom að þeir voru allir skáldskapur. Þeir gerðu barnaverndaryfirvöldum viðvart og var drengurinn tekinn úr umsjá móður sinnar.

Hann var þá með súrefniskút og var mataður í gegnum rör og sat í hjólastól en ekki var þörf á neinu af þessu.

Roth hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“