fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Daniel býður upp á þrifaþjónustu og sinnir henni nakinn – „Flestir viðskiptavinirnir eru miðaldra“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 07:00

Kynningarmyndir frá Daniel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa það eflaust fyrir vana að sinna þrifum heima hjá sér fullklæddir, eða svona nokkurn veginn. En siðir fólks og áhugamál eru mismunandi og sumum þykir eflaust gott að vera naktir, eða því sem næst, á meðan þrifum er sinnt og enn aðrir vilja greinilega fá húshjálp sem sinnir þrifum nakin.

Þetta á við um Daniel Aitken, 26 ára, sem býr í Brighton á Englandi. Hann byrjaði nýlega að bjóða upp á þrif í heimahúsum og sinnir hann þeim nakinn, eða því sem næst því hann klæðist gúmmíhönskum á meðan hann þrífur. Þetta virðist vera góð hugmynd því hann hefur nóg að gera samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla.

Daniel starfaði áður við gatnagerð en hefur lagt það starf á hilluna og sinnir nú nektarþrifum. Við hliðina á því býður hann fólki upp á faðmlög gegn greiðslu og hefur að sögn töluvert að gera í þeim efnum.

Daniel segir að flestir viðskiptavina hans séu svolítið sérstakir, sumir séu einmana og aðrir hafi bara góðan húmor. Sumir vilji bara prófa þetta til að geta sagt að þeir hafi fengið nakinn mann til að þrífa húsið sitt. Tímagjald hans er 30 pund. Hann segir að flestir viðskiptavinirnir séu miðaldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Í gær

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á