fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Sérfræðingar spá því að fimm ára löng hitabylgja sé að skella á – Fleiri veðurfarslegar hamfarir fylgja með

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu fjögur ár voru meðal þeirra hlýjustu síðan mælingar hófust. 20 af hlýjustu árum sögunnar hafa verið á síðustu 22 árum að sögn veðurfræðinga. Þeir segja að næstu fimm ár verði hugsanlega þau hlýjustu sem heimurinn hefur upplifað. Þessum hlýjundum munu einnig fylgja meiri öfgar í veðurfari og hamfarir þeim samhliða.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að breska veðurstofan spái því að meðalhitinn frá 2019 til 2023 verði á milli 14,73 og 15,27 gráður. Ef það reynist rétt verða þessi ár hlýrri en síðustu fjögur ár.

2018, 2017, 2016 og 2015 voru fjögur hlýjustu ár sögunnar síðan mælingar hófust segir breska veðurstofan og byggir þetta á gögnum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og öðrum stofnunum um allan heim.

Síðasta ár, en þá var mjög heitt víða í Evrópu, var fjórða hlýjasta ár sögunnar síðan mælingar hófust 1880 og 2016 var hlýjasta ár sögunnar.

Petteri Taalas, forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að langtímaþróun hitastigs sé mun mikilvægari í þessu samhengi en hitastig einstakra ára. Þróunin sé nú að hitinn sé að hækka.

Á síðasta ári kostuðu 14 hamfarir af völdum veðurs Bandaríkin ein 14 milljarða dollara að mati haf- og loftslagsstofnunar landsins (NOAA). Auk þess kostuðu fellibyljirnir Michael og Florence og miklir gróðureldar í vesturhluta landsins 24 milljarða dollar hver.

Miklir skógareldar herjuðu á Grikkland, Portúgal og Svíþjóð síðasta sumar. Í Ástralíu og Suður-Afríku gerðu miklir þurrkar fólki lífið leitt og í Kerala á Indlandi voru það flóð sem hrjáðu íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni