fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Rænt af Íslamska ríkinu 2012 – „Hann er enn á lífi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 18:00

John Cantlie í áróðursmyndbandi á vegum Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðamanninum John Cantlie var rænt af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið í Sýrlandi 2012. Hann hefur komið fram í mörgum áróðursmyndböndum á vegum samtakanna, síðast í desember 2016. Síðan hefur ekkert heyrst frá honum. Breska ríkisstjórnin telur samt sem áður að hann sé á lífi.

Þetta sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra, á fréttamannafundi á þriðjudaginn að sögn CNN.

Cantlie var rænt ásamt bandaríska blaðamanninum James Foley þegar þeir voru að fjalla um stríðið í Sýrlandi. Foley var myrtur af liðsmönnum Íslamska ríkisins 2014. En þrátt fyrir það eru bresk stjórnvöld sannfærð um að Cantlie sé á lífi en Wallace sagði ekki á hverju það mat er byggt.

Í fyrstu kom Cantlie fram í áróðursmyndböndum íklæddur appelsínugulum fangagalla en síðar fór hann að birtast í gervi fréttamanns sem fjallaði um lífið í bæjum og borgum sem hryðjuverkasamtökin höfðu á sínu valdi. Hann lætur jákvæð orð falla um samtökin í þessum myndböndum og er talið víst að hann hafi verið neyddur til að taka þátt í gerð þeirra.

Cantlie er þaulvanur stríðsfréttamaður. Áður en hann fór til Sýrlands hafði hann verið á átakasvæðum í Írak, Afganistan, Sómalíu og Líbíu. Hann var nýkominn til Sýrlands í júlí 2012 þegar honum var rænt ásamt hollenskum ljósmyndara. Þeim var þó bjargað viku síðar. Hann sneri aftur í nóvember og var þá fljótlega rænt af Íslamska ríkinu þegar hann yfirgaf netkaffihús í Binesh ásamt James Foley.

New York Times segir að Cantlie hafi verið fluttur að minnsta kosti sex sinnum á milli staða á síðustu sex árum og sé einn af 23 vestrænum föngum í haldi Íslamska ríkisins.

Fjölskylda hans hefur margoft sent frá sér ákall um að hann verði látinn laus.

Það er stefna breskra stjórnvalda að greiða ekki lausnargjald fyrir breska ríkisborgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé