fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Er auðvelt að stela bílnum þínum? Þessum 230 bílategundum er mjög auðvelt að stela

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 06:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þarf ekki að nota lykil til að starta bílnum þínum? Slíkir bílar verða sífellt algengari en þeim fylgir eitt alvarlegt vandamál. Það er miklu auðveldara að stela þeim en bílum með gömlu góðu kveikilásana eins og flestir þekkja. Þetta er þó háð því að þeir sem vilja stela bílunum séu með rétta útbúnaðinn til þess en að sögn er ekki erfitt að verða sér úti um hann.

Samtök þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, gerðu nýlega könnun á hversu auðvelt er að stela 237 bíltegundum sem eru lyklalausar. Af þeim var ekkert mál að opna 230 tegundir og aka á brott ef réttur útbúnaður var til staðar. Margir nýir bílar eru lyklalausir en það þýðir í stuttu máli að það þarf ekki að taka lyklana upp úr vasanum til að gangsetja þá eða opna. Þeir læsa sér einnig sjálfkrafa þegar lykillinn er kominn ákveðið langt frá þeim. Það er hægt að nota sérstakan tölvubúnað til að komast inn í merkjasendingar á milli bílsins og lykilsins. Þegar merkjasendingin hefur náðst er eftirleikurinn auðveldur og hægt að opna bílinn og aka á brott. Þetta tekur vana menn um 20 sekúndur.

Aðeins þrír bílar reyndust algjörlega þjófaheldir en það voru bílar af gerðinni Jaguar Land Rover. Fjóra bíla var annaðhvort hægt að opna eða gangsetja en ekki hvoru tveggja.

Hér er hægt að sjá lista yfir alla bílana. Er þinn bíll þar á meðal?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“