fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Þess vegna munu heimshöfin breyta um lit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þér finnst höfin falleg með sínum ísbláa lit nú eða með kórallit þar sem sjórinn er hlýrri þá er rétt að njóta þess nú því þau munu breyta um lit innan nokkurra áratuga.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Massachusetts Institute of Technology að sögn The Independent. Samkvæmt niðurstöðunum mun litur hafanna breytast vegna hlýnandi hafstrauma sem munu breyta magni svifs í þeim.

Reiknað er með að sumsstaðar verði höfin blárri en þau eru í dag en annarsstaðar verði þau græn.

Svif eru einfrumungar sem mörg sjávardýr nærast á. Aukið magn þess mun gera höfin grænni en þar sem magn svifs mun minnka verða höfin blárri.

Vísindamennirnir notuðu tölvulíkan til að meta hvernig hnattræn hlýnum mun hafa áhrif á magn svifs í höfunum. Það kom þeim á óvart að ef hnattræn hlýnun heldur áfram á þeim hraða sem nú er þá munu merki þess sjást í höfunum innan nokkurra áratuga. Fyrir lok aldarinnar mun rúmlega helmingur heimshafanna hafa breytt mikið um lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans