Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Massachusetts Institute of Technology að sögn The Independent. Samkvæmt niðurstöðunum mun litur hafanna breytast vegna hlýnandi hafstrauma sem munu breyta magni svifs í þeim.
Reiknað er með að sumsstaðar verði höfin blárri en þau eru í dag en annarsstaðar verði þau græn.
Svif eru einfrumungar sem mörg sjávardýr nærast á. Aukið magn þess mun gera höfin grænni en þar sem magn svifs mun minnka verða höfin blárri.
Vísindamennirnir notuðu tölvulíkan til að meta hvernig hnattræn hlýnum mun hafa áhrif á magn svifs í höfunum. Það kom þeim á óvart að ef hnattræn hlýnun heldur áfram á þeim hraða sem nú er þá munu merki þess sjást í höfunum innan nokkurra áratuga. Fyrir lok aldarinnar mun rúmlega helmingur heimshafanna hafa breytt mikið um lit.