Um er að ræða konungskórónu og ríkisepli sem tilheyrði Karli IX Svíakonungi auk minni kórónu sem eiginkona hans, Kristina drottning, átti.
Hinn ákærði neitar sök í málinu. Aftonbladet segir að krúnudjásnin hafi fundist í ruslatunnu en ekki kemur fram hvort lögreglunni hafiði borist vísbending um staðsetningu þeirra. Stutt hlé var gert á réttarhöldunum í gær þegar saksóknari tilkynnti þetta. Þau höfðu ekki sést síðan 31. júlí á síðasta ári þegar þeim var stolið úr Strängnäs dómkirkjunni.