fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Pressan

Átta létust í eldsvoða í París

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 08:01

Mynd frá vettvangi. Mynd:Twitter:Chevallier Laetitia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti átta manns létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í einu af hverfum efnafólks í París í nótt. Talsmaður slökkviliðsins segir að dánartalan geti enn hækkað því eldur logi enn á sjöundu og áttundu hæð hússins.

Eldurinn kom upp í átta hæða húsi í sextánda hverfi í nótt. Hverfið er vinsælt meðal ferðamanna og þar eru margar verslanir og veitingastaðir. Auk þeirra sem létust slasaðist einn alvarlega og 27 til viðbótar, þar af þrír slökkviliðsmenn, voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Íbúar í húsinu höfðu sumir flúið upp á þak eða út um glugga og þurftu slökkviliðsmenn að bjarga fjölmörgum sem voru fastir uppi á þaki eða á gluggasyllum.

200 slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að berjast við eldinn að sögn Sky.

Lögreglan telur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Kona hefur verið handtekin grunuð um að hafa kveikt í húsinu að sögn Sky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 5 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp