fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun um afleiðingar ferðar Kólumbusar til Ameríku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 05:59

Kristófer Kólumbus kom bara eiginlega síðastur til Ameríku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kristófer Kólumbus lagði leið sína til Ameríku 1492 og „fann“ heimsálfuna var það upphafið að valdatíð Evrópubúa í álfunni og stórs hluta þeirrar þróunar heimsmála sem hefur gert heiminn eins og hann er í dag. En þetta var líka upphafið að þjóðarmorði sem var svo umfangsmikið að það hafði áhrif á allri jörðinni.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá University College London. Í kjölfar komu Evrópumanna til Ameríku brutust út stríð með tilheyrandi manntjóni en ekki má gleyma að Evrópumenn báru áður óþekkta sjúkdóma með sér til Ameríku. Allt varð þetta þess valdandi að 56 milljónir innfæddra létust næstu 100 árin.

Þetta hafði í för með sér að gríðarlega stór svæði, sem höfðu verið tekin undir landbúnað, stóðu skyndilega ónotuð og fljótlega breiddu tré og runnar úr sér á þeim. Landsvæði á stærð við Frakkland breyttist úr landbúnaðarsvæði í skóglendi. Þetta hafði þau áhrif að magn CO2, sem losnaði út í andrúmsloftið, minnkaði svo mikið að það hafði áhrif á meðalhitann á jörðinni. Hitinn lækkaði og olli því sem vísindamenn hafa lengi kallað „litla ísöld“ sem hófst 1610.

Fram að þessu hafa vísindamenn talið að þessi litla ísöld hafi verið verk náttúrunnar en þessi nýja rannsókn leiðir í ljós að hún var bein afleiðing fólksfækkunar í Ameríku í kjölfar komu Evrópubúa.

Niðurstöðurnar byggja á fornleifafundum, sögulegum gögnum og ekki síst rannsóknum á ísnum á Suðurskautinu en í honum eru leifar loftegunda og því er hægt að komast að hvert magn þeirra var í andrúmsloftinu á hverjum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum