Metan getur haft meiri áhrif á hnattræna hlýnun en CO2 því að til langs tíma litið heldur metan þrjátíu sinnum meiri hita í andrúmsloftinu en CO2. En CO2 er þó enn stærsti sökudólgurinn hvað varðar hnattræna hlýnun og gróðurhúsaáhrifin en það stendur á bak við 66 prósent þeirra. Metan nær aðeins upp í 17 prósent. Ástæðan er einfaldlega sú að það er miklu meira af CO2 en metani.
Í nýrri rannsókn kemur fram að við höfum enn möguleika á að koma í veg fyrir að „gassprengjan“ undir norðurslóðum springi en það krefst aðgerða nú þegar.
„Við eigum auðvitað ekki að gleyma þessari metansprengju því þeim mun lengur sem við gerum ekkert þeim mun líklegra er að áhrifin af þessari gaslosun verði neikvæð. Rannsókn okkar sýnir að ef við fylgjum Parísarsáttmálanum þá getum við gert okkur góðar vonir um að gera áhrifin af þessu að engu.“
Hefur videnskab.dk eftir Torben Røjle Christensen, prófessor við Árósaháskóla og einum höfunda rannsóknarinnar, um þetta. Hans sérsvið er vistkerfið á norðurslóðum.