The Guardian skýrir frá þessu. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðan á sunnudaginn en síðdegis þann dag fór þjófavarnarkerfi bankans í gang.
Svo virðist sem þjófarnir hafi byrjað aðgerð sína í byggingu beint á móti bankanum. Þaðan grófu þeir fjögurra metra löng göng að holræsakerfi sem liggur undir götuna. Þeir virðast síðan hafa skriðið eftir rörum, sem eru 40 sm í þvermál, í holræsakerfinu áður en þeir grófu önnur fjögurra metra löng göng að bankanum. Þá komust þeir inn í það rými þar sem bankahólf eru.
Talsmenn BNP Paribas hafa ekki viljað tjá sig um málið. Belgískir fjölmiðlar hafa eftir konu, sem býr í næstu götu, að dagana á undan hafi hún heyrt mikil hamarshögg löngum stundum.
Talsmaður lögreglunnar segir að hún hafi ekki hugmynd um hverjir voru að verki.
Bankinn er nærri hinu þekkta demantahverfi borgarinnar. Þar var „rán aldarinnar“ framið 2003 en þá var demöntum, gulli og skartgripum að verðmæti rúmlega 100 milljóna dollara rænt.